FRÓÐLEIKUR UM FÆTUR

Þrengsli í skóm
Margir minnast þess að hafa notað of stutta og of þrönga skó með slæmum afleiðingum. Því miður nota alltof margir ennþá slíkan skófatnað.
Fætur taka breytingum í gegnum lífið eins og aðrir líkamshlutar, holdið verður viðkvæmara og ef liðir eru skakkir er núningur frá skóm og nærliggjandi tám óþolandi.
Hjá flestum eru fætur enn að vaxa fram á fullorðinsár, fætur taka miklum breytingum af ólíkum ástæðum. Þess vegna þurfum við að velja réttan fótabúnað og getum ekki notað sömu skóstærðina allt lífið.


Helstu staðreyndir um fætur
Vissir þú að:
•    Ökklar kvenna eru viðkvæmari en ökklar karla
•    Konum er hættara við ökklameiðslum, tognun og broti en körlum
•    Fólk er lengi að ná sér eftir að liðbönd hafa tognað eða slitnað. Margt fólk finnur fyrir eymslum fimm árum eða lengur eftir ökklaskaða
•    Sagt er að 250.000 svitakirtlar séu í fótunum sem gefa frá sér um það bil 2 matskeiðar af úrgangsefnum í formi svita sem fara ofan í sokka og skó - fólk undir álagi (stressi) svitnar meira
•    Ef svitakirtlarnir eru of fáir, þeir stiflaðir eða vanvirkir verður óeðlilega mikill þurkur í líkamanum, húðin þornar og hörð húð safnast fyrir á iljunum og á núningssvæðum
•    Hiti, raki og sviti magna upp örverur, fótasveppir og bakteríur þrífast vel inni í lokuðum skóm og úr sér gengnum skóm sem skaða fætur og gefa frá sér táfýlu
Smelltu hér til að skoða sandala og inniskó sem vernda fæturna fyrir svita og öðrum óæskilegum óværum


Fótamein

Orsök og afleiðingar fótameina

Krepptar tær
Krepptar tær geta orðið stífar í liðunum (hamartær), þá minnkar blóðflæði fram í tær og í táberg

Bolgið hold
Holdið bólgnar fremst á krepptum tánum og ofan á liðum, eymsli, roði, hörð húð og líkþorn verða til á álagssvæðum

Sýking
Þegar tær fara of langt fram í skóinn verða neglurnar fyrir endurteknu höggi, blóð kemur undir neglurnar og þær þykkna, gulna og verða illa lyktandi - komin er kjöraðstaða fyrir sýkingu

Sveppir vírusar og bakteríur
Sveppir vírusar og bakteríur dafna vel í hita, svita og raka. Örverur setjast oft að undir nöglum, milli tánna og undir hælana - þá harðna þeir og sprynga

Hörð húð og líkþorn
Ef nögl vex inn í holdið, sem oft gerist þegar skórinn kreppir að, þá bólgnar holdið í kringum nöglina sem verður mjög aumt og er þá stutt í sýkingu. Oft kemur hörð húð eða líkþorn í naglafalsið

Táberg fellur niður
Táberg fellur niður ef ekki er pláss fyrir fótinn í skónum eða hælarnir eru of háir. Hörð húð kemur undir táberg vegna þrýstings og núnings. Líkþorn myndast eða taug klemmist (mortons)

Halux valgus
Ein af orsökum skekkju í stórutá (Halux valgus) er að táin skekkist í grunnliðnum vegna þrengsla inni í skónum. Það er sársaukafullt tímabil hjá flestum þegar liðurinn er að skekkjast. Algengt er að verkjum linni ekki fyrr en táliðurinn er orðinn slitinn og stífur. Sama ástand gerist við litlu tá (5.tá)
Smelltu hér til að sjá stuðningsvörur gegn fótameinum


Greining á fótameinum
Það eru margir sem kenna til í fótunum en vilja ekki láta vita af því. Við þurfum því að hafa augun opin og huga að okkar nánustu. Það eru ýmis ráð sem að við getum beitt á auðveldan hátt:
•    Við getum séð hvort fótunum sé beitt rangt og hvort skjólstæðingur eigi jafnvel erfitt með að stíga niður fæti
•    Verkir eru til staðar í fótunum þegar skjólstæðingur er spurður
•    Verkir sem leiða upp í bak, mjóbak, mjaðmir, hné, kálfa og ökkla koma oft frá fótum
•    Neglur þykkna og jafnvel gulna
•    Vanhirtar neglur eru skaðlegar og jafnvel skera sig niður í holdið og særa
•    Mikil vanlíðan fylgir inn- og niðurgrónum nöglum
•    Ef tærnar eru krepptar í liðunum er blóðflæðið í tánum ekki næjanlegt, en þá er stutt i eymsli og sár. Oft fylgir aumt og niður fallið táberg
•    Líkþorn og þykkildi eru vart umflúin á álagsstöðum ef ekkert er að gert
•    Skjólstæðingur er oft dapur og vill bara vera heima
•    Fjölskyldan veltir fyrir sér félagslegri einangrun
•    Spurðu skjólstæðing þinn um líðan í fótunum?
•    Fáðu að skoða fæturna
•    Tryggðu þínum ættingja eða vini viðeigandi meðferð hjá fótaaðgerðafræðingi eða lækni

Rangt val á skóm er aðal orsök fótameina -  sömuleiðis ef skórnir eru of slitnir, stuttir, þröngir, harðir, háir og of mjóir.

walden-pond

Hér getur þú skoðað úrval af góðum skóm


Forvarnir gegn fótameinum
•    Allir þurfa að skoða fætur sínar reglulega og raunhæft er að bera saman vinstri og hægri fót
•    Leitaðu STRAX til læknis ef þú færð skyndilegan verk í annan fótinn og hann er heitur, rauður og bólginn
•    Leitaðu eftir sprungu á húð, sári á milli tánna, þykkildi eða líkþorni, hita, kulda, doða eða einhverju óvenjulegu - notaðu spegil
•    Leitaðu ráða hjá fagmanni ef þú ert dofin í fótum þegar þú stígur til jarðar - það er algjör slysagildra
•    Skoðaðu skóna reglulega að utan sem innan, leita eftir ójöfnu, sliti eða aðskotahlutum inni í þeim
•    Auðveld leið til að skoða skóna er að hvolfa þeim og þreifa að innan
•    Að skoða skóna er ódýr og einföld forvörn gegn fótameinum
•    Baðskór verja ilina gegn hörðu undirlagi, hita og kulda og eru góð vörn gegn óæskilegu smiti á sund og baðstöðum
Smelltu hér til að fá upplýsingar og aðstoð fótaaðgerðarfræðings

 
Okkar nánustu
Við þurfum ekki einungis að huga að okkur sjáfum, heldur einnig þeim sem eru í kringum okkur. Það er ekki víst að þau láti það uppi ef þeim líður illa í fótunum.
•    Vitum við í raun hvernig okkar fólki líður? Gefum við okkur tíma til að sinna þörfum þeirra?
•    Heilsufar eldra fólks getur breyst snögglega - sömuleiðis hvað og hvernig fólk tjáir sig
•    Algengt er að fólk feli líðan sína í fótunum fyrir aðstandendum og læknum, margir harka af sér rétt á meðan á heimsókn stendur til þess eins að hlífa sínu fólki
•    Sá er heima situr og bíður þess að einhver reki inn nefið áttar sig ekki alltaf á ástandi sínu. Fótamein gætu verið megin orsökin fyrir því að hann/hún hreyfir sig lítið og er sífellt heima


Stuðningssokkar


Góðir skór draga úr sársauka
Meðal maðurinn gengur 120 þúsund km yfir ævina, en það jafngildir því að ganga þrisvar sinnum umhverfis jörðina?

Auðvitað þurfa allir góða skó. Þeir sem þurfa þó sérstaklega að gæta að fótum sínum og vera í góðum skóm eru :
•    fólk með gigt
•    fólk með sykursýki
•    nýrnaveikir
•    fólk með hjarta, lungna og eða æðasjúkdóma
•    fólk með húðvandamál
•    fólk sem er með heila og eða mænuskaða
•    lamað fólk
•    þeir sem hafa meinsemd út frá frá stoðkerfi


Rétt val á skóm
•    Rétt val á skóm getur skipt sköpum um hvernig þér líður og hversu lengi þú verður heilbrigð(ur)
•    Ef þú ert með breiða fætur þarft þú breiða skó
•    Ekki kaupa skó sem eru of stuttir. Aðalatriðið er að fæturnir komist vel fyrir í þeim
•    Ef skórnir eru mjúkir að innan líður þér betur
•    Leggðu áherslu á þægilega skó sem þér líður vel í eins og þú getur
•    Stundum viltu láta útlitið ráða. Leggðu áherslu á þægindin og vellíðan eins oft og þú getur
•    Konur taka áhættu með því að nota óstöðuga skó - gerðu það í hófi
•    Skelltu þér í góða inniskó eða sandala í vinnunni ef þú átt þess kost og þegar þú kemur heim

Hér getur þú skoðað úrval af góðum skóm


Illa passandi skór
•    Það eru ekki allir sem gera sér grein fyrir hvað slitnir og illa passandi skór geta valdið miklu tjóni.
•    Fótamein veldur fólki óþægindum og eru skaðleg veikburða einstaklingum.
•    Hættulegt er að ganga um á óstöðugum, skökkum og skældum skóm, slíkir skór valda fótunum mein.
•    Beinbrot hjá fólki með beinþynningu eru lengur að gróa en hjá hinum sem hefa þétt bein.
•    Rangt val á skóm er aðal orsök fótameina, sömuleiðis ef skórnir eru of slitnir, stuttir, þröngir, harðir, háir og of mjóir. 


Allir þurfa góða skó - Auðvitað þurfa allir góða skó
•    Góða skó þarf að velja eftir lengd og lögun fótarins
•    Hæfilega langa og breiða skó fyrir þá fætur sem eiga að bera þá
•    Með rúmum tákappa svo hægt sé að hreyfa tærnar
•    Stuðningur um hælinn er alltaf öruggari. Hælstuðningur stuðlar að réttri beitingu fótanna
•    Rétt innlegg og sveigjanlegir sólar hafa áhrif á táberg, iljar, ristar, hæla, ökkla, hné, mjaðmir, mjóbak, háls og höfuð
•    Reimaðir skór og skór með riflás haldast betur á fótum og gefa möguleika á auknu rými ef fæturnir þrútna
•    Fullorðnir þurfa allt að 10 mm lengri skó en stærð fótarins er
•    Barnskór þurfa að hafa 10-15 mm meira rýmri en fæturnir svo þeir séu þægilegir fyrir barnið og gefi gott vaxtarrými
•    Annar fóturinn er oftast aðeins stærri en hinn mátið alltaf báða skóna og veljið þá eftir stærri fætinum
•    Munið að máta skóna í viðeigandi sokkum
•    Marðar neglur koma við högg eða þegar við göngum fram í skóna þess vegna er mikilvægt að reima skóna rétt þegar farið er í þá(stíga fast í hælinn spenna ristina upp og reima)þá fæst betri ökklastuðningur og fóturinn situr betur í skónum
•    Mar eða dautt blóð undir nögl er ávísun á sveppagróður og fjörugt lífríki á fótunum og inni í skónum
•    Tíð skóskipti draga úr þreytu og minnka líkur á harðri húð og líkþornum
•    Skórnir endast betur ef þeir ná að þorna vel og anda á milli notkunar. Þess vegna þurfum við að eiga skó til skiptanna

Skóstærðir
Það er eins með fæturna eins og flest annað, að þeir eru ólíkir í lögun. Það er ekki einungis lengd fótanna sem skiptir máli, heldur einnig hæð og breidd

Þú þarft að huga vel að lögun fótanna þegar þú velur þér skó.

Hæð á skóm


Skónúmer
Skónúmer eru misjöfn frá framleiðendum. Sama er hægt að segja um skó frá sama framleiðanda. Þess vegna getum við ekki leyft okkur að kaupa alltaf sama númer af skóm.
•    Algengt er að skór sem passa vel að morgni eru orðnir þröngir er líða tekur á daginn vegna vökvasöfnunar (bjúgur) eða þrota í fótum.
•    Skór sem eru þröngir, stuttir, háir, mjóir, slitnir eða of harðir skapa heilsutjón sem draga úr lífsgæðum.
•    Skór mega aldrei hefta hreyfigetu fótanna.
•    Liðamót fótanna eru lítil og mörg þess vegna ofurviðkvæm fyrir þrengslum.
•    Liðamótin eru oft aum, skökk og skemmd eftir notkun frá röngum skóm og þröngum sokkum.
Skónúmer segja fyrst og fremst til um lengd á skóm. Það eru nokkrar skóstærðir í notkun og eru mismunandi hvað þær heita. Það villir oft um fyrir kaupendum.
Smelltu hér til að fá upplýsingar um helstu skóstærðir


Breidd á skóm
Fætur eru ólíkir í lögun. Sumir eru með breiðan fót og geta því ekki verið í skóm sem eru mjóir fram í tánna. Aðrir eru með mjóa fætur og eiga því ekki að vera í of breiðum skóm.
Smelltu hér til að sjá hvernig þú getur áttað þig á hvernig skóm þú þarft að halda

Hæð á skóm
Fætur eru mismunandi á hæð. Ökklarnir eru misháir, en auk þess eru tærnar ólíkar í lögun og þurfa mismunandi mikið pláss. Ef þú velur skó sem eru of lágir er hætt við að þér líði illa í þeim og að þú skaðir fótinn og heilsuna.
Smelltu hér til sjá helstu einkenni á hæð fótanna


Innlegg
Innlegg létta álag og bæta vellíðan
•    Innleggjum er ætlað að rétta rangstöðu fóta, leiðrétta mislengd, styðja við il, lyfta undir táberg, draga úr þreytu eða veikleika sem leiðir upp í stoðkerfið
•    Innlegg létta á stífum vöðvum og álagi á öllum liðum líkamans
•    Innlegg þarf að velja með fagfólki. Sumir þurfa sérgerð innlegg allt eftir þörfum hvers og eins
•    Innlegg styðja og styrkja slappa vöðva svo þeir geti unnið betur  
•    Innlegg þurfa mismikið pláss inni í skónum. Þú gætir jafnvel þurft hálfu númeri stærra


Stuðningsbúnaður fyrir fætur


Fótaaðgerðarfræðingar
•    Fótaaðgerðafræðingar eru löggilt heilbrigðisstétt sem hafa sér þekkingu á fótum og fótameinum
•    Mikilvægt er að fólk á öllum aldri sinni fótum sínum reglulega og fari til fótaaðgerðafræðings
•    Við erum í samstarfi við Fótaaðgerðastofu Reykjavíkur og xxxxxxx
•    Fáðu nánari upplýsingar á vefsíðu Félag íslenskra fótaagðerarfræðinga